MP horfir til Virðingar

Hluthafar og helstu stjórnendur MP banka og Virðingar ræða nú …
Hluthafar og helstu stjórnendur MP banka og Virðingar ræða nú mögulegan samruna fyrirtækjanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hluthafar og helstu stjórnendur MP banka og Virðingar ræða nú mögulegan samruna fyrirtækjanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hófust viðræður undir lok júlí og hefur miðað vel þótt engin samningsdrög liggi enn fyrir á þessari stundu.

Óformlegar samningaviðræður MP banka og Straums fjárfestingarbanka, sem Morgunblaðið greindi frá 10. júlí sl., hafa hins vegar siglt í strand. Ólíklegt þykir að þær verði teknar upp að nýju, en þær hófust einkum fyrir tilstuðlan Skúla Mogensen, sem á 9,91% hlut í MP banka og var áhugasamur um sameiningu við Straum.

Í umfjöllun um mál þetta í Viðskiptamogganum í dag segist Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, ekki geta tjáð sig um óformlegar viðræður við einstaka aðila en það sé hluti af stefnu bankans að vaxa með sameiningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK