Nýir eigendur Advania

Hluthafafundur Advania fór fram í dag þar sem kjörin var ný stjórn og nýir eigendur, AdvInvest eignuðust 57% í fyrirtækinu. Framtakssjóður Íslands sem áður átti 71% á nú 32% og aðrir aðilar eiga því um 9.5% í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Thomas Ivarson sem fer fyrir fjárfestingafélaginu AdvInvest tekur við af Finnboga Jónssyni sem stjórnarformaður félagsins. Thomas hefur mikla reynslu úr heimi upplýsingatækninnar en undanfarna þrjá áratugi hefur hann leitt alþjóðleg upplýsingatæknifyrirtæki á borð við CMG, Logica, WM Data og CGI.

„Advania er öflugt upplýsingafyrirtæki sem hefur náð eftirtekarverðum árangri sem vakti athygli okkar á fyrirtækinu og gerir það að góðum fjárfestingarkosti. Þá er staðsetning fyrirtækisins á Íslandi mikill styrkur, meðal annars vegna legur landsins og mikils framboðs á vel menntuðu og reynslumiklu starfsfólki,” segir Thomas Ivarson.

Auk Thomas Ivarson taka þau Birgitta Stymne Göransson og Bengt Engström sæti í stjórn Advania fyrir AdvInvest. Birgitta hefur langa reynslu sem einn af æðstu stjórnendum fjölda leiðandi fyrirtækja á sviði heilbrigðismála og upplýsingatækni í Svíþjóð. Bengt hefur einnig umtalsverða reynslu úr heimi upplýsingatækninnar og hefur m.a. verið forstjóri Fujitsu og ráðgjafi hjá BearingPoint. Auk þeirra eiga þau Katrín Olga Jóhannesdóttir og Kristinn Pálmason sæti í stjón. Varamenn eru Sampo Salonen, Rebekka Jóelsdóttir og Katarina Burton sem áður sat í aðalstjórn.

„Ég er gríðarlega sáttur og bjartsýnn á framhaldið. Hér er kominn sterkur og öflugur hópur fjárfesta bæði með reynslu og þekkingu á rekstri alþjóðlegra upplýsingatæknifyrirtækja,  af fyrirtækjarekstri almennt og ýmsum stjórnarsetum. Það er okkur hjá Advania mikils virði að fá þessa verðmætu kunnáttu og reynslu inn í stjórnina. Með breytingunum erum við enn betur í stakk búin að takast á við komandi verkefni í framtíðinni,” segir Gestur G. Gestsson forstjóri Advania.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK