Slæmar horfur hjá Tesco

Staðan er ekki góð hjá bresku smásölukeðjunni Tesco
Staðan er ekki góð hjá bresku smásölukeðjunni Tesco AFP

Breska smásölufyrirtækið Tesco gaf í morgun út nýja afkomuviðvörun og tilkynnti um að arðgreiðslur til hluthafa yrðu minnkaðar um 75%. Samkvæmt tilkynningu Tesco má rekja verri afkomu til minni viðskipta og kostnaðar vegna fjárfestinga.

Nýr forstjóri Tesco, Dave Lewis, mun hefja störf á mánudag, einum mánuði fyrr en áætlað var. 

Samkvæmt viðvöruninni kemur fram að útlit sé fyrir að rekstrarhagnaðurinn verði 2,4-2,5 milljarðar punda á yfirstandandi rekstrarári. Það er talsvert minna en væntingar voru um á markaði og mun minna en rekstrarhagnaðurinn var á síðasta ári (3,3 milljarðar punda).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK