Framselur ekki kröfur á viðskiptavini

mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn framselur ekki kröfur á hendur viðskiptavinum öfugt við það sem skilja hefur mátt af fréttum undanfarið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum vegna frétta af fyrirkomulagi á innheimtu banka og fjármálafyrirtækja og skráningar viðskiptavina sem undirgengist hafa greiðsluaðlögun.

„Svar bankans við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur alþingismanns, var ekki nægjanlega skýrt hvað þetta varðaði. Bankinn felur vissulega innheimtufyrirtækjum að innheimta kröfur, en er eftir sem áður eigandi kröfunnar. Þá er einnig rétt að fram komi að viðskiptasögu allra einstaklinga er haldið til haga og þá einnig hver sé staða þeirra úrræða sem viðkomandi er í á hverjum tíma. Kröfur eru skráðar í kerfum bankans þrátt fyrir að þær hafi verið niðurfelldar vegna afskriftar eða af öðrum ástæðum en skráning þeirra er afmáð eftir 7 ár,“ segir ennfremur.

Þá er áréttað að farið sé með allar upplýsingar og vinnslu þeirra í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga auk þess sem bankinn hafi sett sér reglur um meðferð persónuupplýsinga sem kynntar séu starfsmönnum hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK