Ráðinn framkvæmdastjóri hjá Nýherja

Þorvaldur Þorláksson, framkvæmdastjóri Heildsölu og dreifingar hjá Nýherja.
Þorvaldur Þorláksson, framkvæmdastjóri Heildsölu og dreifingar hjá Nýherja.

Þorvaldur Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heildsölu og dreifingar hjá Nýherja, en sviðið annast innflutning, sölu og dreifingu á vörum í gegnum heildsölu og rekstur á verkstæði og lager fyrirtækisins.

Þorvaldur var áður deildarstjóri Lausna og þjónustu hjá Nýherja. Hann hefur fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi, leiddi meðal annars uppbyggingu og rekstur nýsköpunarhúss O2 fyrir Viðskiptaráð Íslands. Þá var hann framkvæmdastjóri SMI Iceland ehf. (Smáratorg) 2007-2009, framkvæmdastjóri Bónusvídeós ehf. 2003-2007 og markaðsstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Smáralindar á árunum 2000-2003. Hann starfaði á árunum 1996-2000 hjá Tæknivali, m.a. sem gæða- og innkaupastjóri.

Þorvaldur er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann er í sambúð með Helgu Þóru Árnadóttur og eiga þau 2 syni.

Heildsala og dreifing er hluti af nýju skipulagi Nýherja, sem felur í sér stóraukna áherslu á þjónustu og sölustarf. Tæknimenn og sölufólk munu starfa á sama tekjusviði að þróun lausna og í sölu- og markaðssetningu. Tekjusvið félagsins í nýju skipulagi verða tvö, Lausnir og þjónusta og Heildsala og dreifing

Nýtt skipulag Nýherja tekur gildi 1. október næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK