HSBC bankinn greiðir himinháar bætur

HSBC bankinn
HSBC bankinn AFP

Breski bankinn HSBC þarf að greiða 550 milljón Bandaríkjadali, eða tæpa 66 milljarða, í bætur vegna hús­næðislána-skulda­béfa­vafn­inga sem bankinn seldi fasteignalánafyrirtækjum á árunum fyrir fjármálakeppuna.

Banda­ríska hús­næðismála­stofn­un­in eða Feder­al Hous­ing Fin­ance Aut­ho­rity (FHFA) höfðaði málið en FHFA hóf árið 2011 mála­rekst­ur gegn átján bönk­um og fjár­mála­stofn­un­um vegna sölu á ótrygg­um skulda­vafn­ing­um til hús­næðislána­stofn­an­anna Fannie Mae og Freddie Mac.

Fyrirtækin voru stofnuð af banda­rísk­um stjórn­völd­um en skráð á hluta­bréfa­markað. Bæði fyr­ir­tæk­in þurftu á björg­un að halda árið 2008 þegar banda­ríski fast­eigna­markaður­inn hrundi og reiddu stjórn­völd fram sam­tals 187,5 millj­arða dala í þeim til­gangi.

HSBC er sextándi bankinn sem kemst að sambærilegu samkomulagi við FHFA og alls hafa nú um 17,9 milljarðar breskra punda verið greiddar í sektir. 

Meðal annarra banka sem hafa þurft að reiða fram bæturnar eru Societe Gener­ale sem samþykkti greiðslu að upp­hæð 122 millj­ón­ir dala. Þá samþykkti Morg­an Stanley bankinn í febrúar að greiða 1,25 millj­arða dala og í des­em­ber náði Deutsche Bank sam­komu­lagi við FHFA um bæt­ur að upp­hæð 1,9 millj­arðar dala.

Þrátt fyr­ir að hafa fall­ist á að greiða stjórn­völd­um bæt­urn­ar er tekið fram í sam­komu­lagi HSBC og FHFA að bank­inn gang­ist ekki við nein­um lög­brot­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK