Rússneskur milljarðamæringur handtekinn

Vladimir Yevtushenkov
Vladimir Yevtushenkov AFP

Rússneski milljarðamæringurinn Vladimir Yevtushenkov var handtekinn í gær vegna gruns um peningaþvætti og hafa hlutabréf í félagi hans, Sistema, hríðfallið í kjölfarið.

Kauphöllin í Moskvu stöðvaði tímabundið viðskipti með bréf félagsins í dag eftir að þau féllu um 37 prósent í verði. Stjórnarformaður félagsins hefur efast um réttmæti handtökunnar en talsmaður Vladimír Pútíns Rússlandsforseta neitar pólitískum tengslum við málið. Samkvæmt tímaritinu Forbes er auður Yevtushenkov metinn á um 4,4 milljarða Bandaríkjadala.

Sistema félagið á meðal annars stærsta símfyrirtæki Rússlands, MTS, og olíufyrirtækið Bashneft en hlutabréf í síðarnefndu félagi féllu um 20 prósent í morgun og hafa viðskipti með þau einnig verið stöðvuð.

Að sögn saksóknara er Yevtushenkov sakaður um peningaþvætti og saknæma háttsemi við yfirtökur sex olíufélaga í sjálfsstjórnarhéraðinu Bashkíríu á árinu 2009. Ef hann verður fundinn sekur gæti hann átt von á tíu ára fangelsi. Sistema hefur þá gefið frá sér yfirlýsingu sem segir yfirtökurnar hafa verið fullkomlega lögmætar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK