Aflaverðmæti dróst saman um 10,7%

mbl.is/Sigurður Bogi

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá júlí 2013 til júní 2014 dróst saman um 10,7% miðað við sama tímabil ári áður. Landanir sjávarafla til bræðslu erlendis voru ekki á tímabilinu.

Aflaverðmæti íslenskra skipa var aftur á móti 11,7% hærra í júní sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Aukin veiði var í botnfiski og verðmæti uppsjávarafla jókst verulega frá fyrra ári. Heildarverðmæti skelfisksafla var lægra en í júní í fyrra, þar vegur minni rækjuafli mest.

Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK