Kaffihús Vesturbæjar opnar væntanlega um helgina

Skjáskot af Tumblr-síðunni: http://erkaffihusvesturbaejarbuidadopna.tumblr.com/ Glöggir lesendur ættu að sjá að …
Skjáskot af Tumblr-síðunni: http://erkaffihusvesturbaejarbuidadopna.tumblr.com/ Glöggir lesendur ættu að sjá að kaffuhúsið er ekki búið að opna.

Kaffiþyrstir Vesturbæingar hafa beðið um drykklanga stund eftir að kaffihúsið við Melhaga tæki til starfa. Eftirvæntingin er slík að Tumblr-síða hefur verið sett upp til að fylgjast með opnuninni. Pétur Marteinsson, einn þeirra sem standa að Kaffihúsi Vesturbæjar, segir að nú sjái fyrir endann á biðinni.

Þessa dagana fara fram úttektir ýmissa opinberra aðila á húsnæðinu, en að því búnu ætti að vera hægt að opna kaffihúsið. „Ætli við opnum ekki bara um helgina,“ segir Pétur. „Við stefnum á það, nema eitthvað komi upp á.“

Á Tumblr-síðunni erkaffihusvesturbaejarbuidadopna.tumblr.com/ má með tiltölulega einföldum hætti sjá hvort búið sé að opna kaffihúsið. 

Gísli Marteinn Baldursson, annar aðstandandi Kaffihúss Vesturbæjar, sagði í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að Kaffihúsið verði „lítið hverfiskaffihús.“

„Við erum allir Vesturbæingar sem stöndum að kaffihúsinu. Okkur hefur lengi fundist vanta kaffihús í Vesturbæinn og ákváðum að gera þetta bara sjálfir,“ sagði Gísli og bætti því við að þeir félagarnir líti á Kaffihús Vesturbæja, sem samfélagsverkefni. „Það er tími til kominn að færa þjónustuna aftur inn í hverfin.“

Húsið við Melhagann hefur tekið miklum breytingum frá því þessi …
Húsið við Melhagann hefur tekið miklum breytingum frá því þessi mynd var tekin í mars. Kaffihúsið opnar væntanlega um helgina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK