130 sagt upp hjá framleiðanda Angry Birds

Rovio, finnska fyrirtækið sem framleiðir hinn vinsæla tölvuleik Angry Birds, hefur sagt upp 130 manns. Skýringin er sögð dvínandi söluhagnaður.

Rovio hefur reynt að færa út kvíarnar og verða skemmtanafyrirtæki á alþjóðamarkaði. Það hefur t.d. opnað skemmtigarða í Evrópu og Kína og gefið út barnabækur og einnig framleitt kvikmyndir.

Fyrirtækið ætlar nú að draga saman seglin á þeim vígstöðvum og einbeita sér aftur að tölvuleikjaframleiðslu.

Forstjórinn segir ekki hjá því komist að segja upp um 130 manns í Finnlandi sem er um 16% af heildar starfsmannafjölda.

Á síðasta ári var starfsmönnum Rovio fjölgað um 500 og voru 800 í árslok 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK