Taprekstri Fréttatímans snúið við

Fréttatíminn
Fréttatíminn

Rekstur Fréttatímans gekk vel á síðasta ári og var taprekstri fyrra árs snúið í tæplega 25 milljóna króna hagnað. Tapið nam um fimm milljónum króna á síðasta ári.

Félagið Morgundagur ehf. sér um rekstur fjölmiðilsins og samkvæmt efnahagsreikningi þess námu eignirnar rúmum 97 milljónum króna í lok ársins 2013. Bókfært eigið fé í árslok var tæpar 43 milljónir og er eiginfjárhlutfall félagsins 44%. 

Félagið greiðir þó ekki greiðslu tekjuskatt á árinu 2013 þar sem tekjuskattsstofn félagsins er neikvæður vegna taps á fyrra ári.

Stjórn félagsins skipa þau Valdimar Birgisson, stjórnarformaður, Teitur Jónasson, framkvæmdastjóri, Jónas Haraldsson, ritstjóri, Þórdís Sigurðardóttir, ráðgjafi og Gunnlaugur Árnason, ritstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK