Euro Disney bjargað fyrir horn

Mynd/AFP

Euro Disney-skemmtigarðurinn í Frakklandi á í verulegum fjárhagserfiðleikum og þurfti að leita til móðurfélagsins, Walt Disney, um aðstoð.

Tilkynnt var um fjárhagslega endurskipulagningu rekstrar félagsins í morgun en alls verður settur einn milljarður evra, sem svarar til 153 milljarða króna, í að bjarga rekstrinum.

Bandaríska móðurfélagið mun leggja 420 milljónir evra í peningum inn í reksturinn og skuld Euro Disney við Walt Disney upp á 600 milljónir evra verður breytt í hlutafé.

Ein helsta skýringin á slæmri afkomu Euro Disney er fækkun gesta í skemmtigarðinum sem er skammt frá París. Rekstrarerfiðleikar garðsins eru þó ekki nýir af nálinni því nánast allt frá því hann var opnaður austan við París árið 1992 með talsverðum stuðningi franskra stjórnvalda hafa birst fréttir af rekstrarerfiðleikum.

Frá upphafi átti skemmtigarðurinn í vandræðum vegna árekstra á milli franskrar menningar og bandarískra viðskiptahátta. Árið 1994 varð félagið að fara í björgunaraðgerðir á rekstrinum með endurskipulagningu fjármála og undanþágum frá höfundarréttargreiðslum til móðurfélagsins Walt Disney í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK