Vara við nýrri kreppu

Stöðugleikaskýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var kynnt á fundi í gær.
Stöðugleikaskýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var kynnt á fundi í gær. AFP

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varar við nýrri fjármálakreppu í stöðugleikaskýrslu sinni sem kynnt var í gær. Ástæðan er aðallega sú að stýrivextir hafa haldist lágir í langan tíma, og hvetur það til áhættusamra fjárfestinga á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. 

Stýrivextir hafa nú haldist lágir víðast hvar í heiminum í um fimm ár. „Löggjafasamkomur í víðast hvar í heiminum standa frammi fyrir nýju ójafnvægi á mörkuðum. Ekki í gegnum áhættutöku til þess að stuðla að stöðugleika, heldur í gegnum áhættutöku annarra aðila,“ segir José Viñals, fjármálafulltrúi AGS og á þá við vogunarsjóði, peningamarkaðssjóði og fjárfestingabanka. 

Segir Viñals að eftir að björgunum var bjargað í kjölfar hrunsins standi þeir tryggari fótum. Þeir séu hins vegar ekki nægilega sterkir til þess að standa fyrir jákvæðum viðsnúningi í hagkerfinu. 

Í stöðugleikaskýrslunni kemur fram að lágir stýrivextir séu vel til þess fallnir að auka neyslu almennings og þannig koma hagkerfinu af stað. Aukaverkanir lágra stýrivaxta séu hins vegar óæskilegar áhættufjárfestingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK