Adam var ekki lengi í Paradís

AFP

Það var skammvinn sæla hjá verðbréfamiðlurum í Evrópu í morgun eftir að hlutabréfavísitölur hækkuðu í morgunsárið eftir lækkun í gær. Nú hefur þetta snúist við og hafa allar helstu vísitölur álfunnar lækkað um 2- 3% fyrir utan þá þýsku sem hefur lækkað um tæp 3%.

Í Amsterdam, París, Madríd, Lissabon og Mílanó nemur lækkunin yfir 3% en í Frankfurt er lækkunin rúm 2% og tæp 2% í London. Þetta er áttundi dagurinn í röð sem hlutabréf lækka á helstu mörkuðum álfunnar og er þetta lengsta lækkunartímabilið í meira en tíu ár eða allt frá árinu 2003, samkvæmt frétt Bloomberg.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur einnig lækkað tölvuvert og því eldsneytisverð á niðurleið um allan heim. Ísland er þar ekki undanskilið en lækkunin síðasta sólarhringinn nemur um þremur krónum á lítrann.

672 milljarðar dala þurrkuðust út

Samkvæmt Bloomberg þurrkuðust út 672 milljarðar Bandaríkjadala á hlutabréfamörkuðum heimsins í gær en verðlækkun einkenndi alla helstu hlutabréfamarkaði heimsins. 

Bloomberg hefur eftir yfirmanni fjárfestinga hjá Saxo bankanum, Steen Jakobsen, að árum saman hafi viðskipti bankans byggst á peningastefnum ríkja, Nú snúist þetta um eitthvað miklu meira og raunverulegra. Markaðir séu nú í miðri hringiðu slæmra frétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK