Wow ætlar að fljúga til Bandaríkjanna

Skrifstofur WOW air.
Skrifstofur WOW air. mbl.is/Rósa Braga

Flugfélagið WOW air  hóf í dag sölu á flugsætum til Norður-Ameríku en stefnt er að því að fljúga til Boston og Washington á næsta ári.

Flogið verður fimm sinnum í viku á Boston Logan-flugvöll frá og með 27. mars og fjórum sinnum í viku á Baltimore-Washington-flugvöll frá 4. júní næstkomandi, segir í tilkynningu.  

Flogið verður allt árið til Boston en flug til Washington D.C. verður árstíðabundið til að byrja með og verður flogið til loka október. 

Flogið verður á Airbus A321-vélum og verða þær 200 sæta en ekki 220 sæta eins og vélar af þessari gerð bjóða upp á, segir ennfremur í tilkynningunni.

WOW air mun frá næsta vori fljúga til tuttugu áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Auk Boston og Washington D.C. bættust einnig nýlega við fjórir nýir áfangastaðir í Evrópu; Dublin, Róm, Billund og Tenerife.

Leita álits EFTA-dómstóls

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK