Hagar högnuðust um tvo milljarða

Hagar reka m.a. verslanir Hagkaupa.
Hagar reka m.a. verslanir Hagkaupa. mbl.is/Golli

Hagnaður Haga hf. á öðrum ársfjórðungi var 2.094 milljónir króna, eða sem nemur 5,5% af veltu. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 3.043 milljónum kr.

Í tilkynningu frá félaginu segir, að vörusala tímabilsins hafi numið 38.363 milljónum króna, samanborið við 37.794 milljónum króna árið áður. Söluaukning félagsins er 1,5%.

Hækkun sx mánaða meðaltals vísitölu neysluverðs milli rekstrarára var 2,3%. Framlegð félagsins var 9.265 milljónir króna, samanborið við 9.115 milljónir króna árið áður eða 24,15% samanborið við 24,12%. Rekstrarkostnaður í heild hækkaði um 99 milljónir króna eða 1,6% milli ára en kostnaðarhlutfallið hækkar úr 16,3% í 16,4%.

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 3.043 milljónum króna, samanborið við 3.003 milljónir króna árið áður. EBITDA hækkar um 1,3% milli ára og var EBITDA framlegð 7,9% líkt og árið áður.

Hagnaður tímabilsins fyrir skatta nam 2.617 milljónum króna, samanborið við 2.466 milljónir króna árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 2.094 milljónum króna á tímabilinu, sem jafngildir 5,5% af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 1.973 milljónir.

Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.453 milljónum króna. Fastafjármunir voru 13.124 milljónir króna og veltufjármunir 13.329 milljónir króna. Þar af voru birgðir 4.969 milljónir króna en birgðir voru 5.015 milljónir króna ári áður.

Eigið fé félagsins var 13.020 milljónir króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 49,2%. Heildarskuldir samstæðunnar voru 13.433 milljónir króna, þar af voru langtímaskuldir 4.536 milljón króna. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok tímabilsins voru 1.488 milljónir króna en 1.957 milljónir króna voru greiddar inn á langtímalán félagsins umfram lánssamning á tímabilinu.

Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 2.766 milljónum króna, samanborið við 2.524 milljónir króna á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru 400 milljónir króna og fjármögnunarhreyfingar 3.463 milljónir króna. Í lok júní var greiddur arður til hluthafa að fjárhæð 1.172 milljónir króna. Handbært fé í lok tímabilsins var 3.046 milljónir króna, samanborið við 3.854 milljónir króna árið áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK