Söluhæsti fjórðungur Marel frá upphafi

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Marel nam um 9,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs, saman borið við um 6 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

Er fjórðungurinn sá söluhæsti  frá upphafi en nýjar pantanir námu 201 milljónum evra samanborið við 188 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi og 163,3 milljónir evra í sama ársfjórðungi fyrir ári síðan.

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa tekjur aukist um 4 prósent frá fyrra ári samhliða því sem sem rekstrarhagnaður hefur aukist yfir árið. Það sem af er ári nemur leiðréttur rekstrarhagnaður 32,7 milljónum evra. Tekjur jukust um 20 prósent milli ára og námu 187,9 milljónum evra samanborið við 156,9 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

„Við höfum unnið að endurnýjun og stækkunum á verksmiðjum viðskiptavina okkar í Bandaríkjunum og Evrópu. Við höfum einnig aflað okkur nýrra viðskiptavina á vaxandi mörkuðum þar sem við höfum unnið að fjöldamörgum minni og meðalstórum uppbyggingarverkefnum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku,“ er haft eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel, í yfirlýsingu. „Það er meðbyr á mörkuðum Marel. Með markvissri markaðssókn og hagræðingaraðgerðum erum við í góðri stöðu til að skapa verðmæti til framtímar,“ segir Árni.

Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 29,7 milljónum evra á ársfjórðunginum og nettó vaxtaberandi skuldir námu 191,3 milljónum evra samanborið við 239 milljónir evra á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK