Hagnaður dróst saman um 26%

Frá stórbrunanum í Skeifunni. Handbært fé frá rekstri var neikvætt …
Frá stórbrunanum í Skeifunni. Handbært fé frá rekstri var neikvætt á tímabilinu vegna hans . mbl.is/Styrmir Kári

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar nam 527 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra var hann 714 milljónum króna og dróst þannig saman um rúm 26 prósent.

Hagnaður fyrir skatta nam 630 milljónum króna og framlegð af vátryggingastarfsemi var 146 milljónum. Á sama tímabili í fyrra nam hún hins vegar 38 milljónum króna. Fjárfestingatekjur námu 612 milljónum króna á tímabilinu en þær voru 785 á þriðja fjórðungi árið 2013. Ávöxtun fjárfestingaeigna var lakari á fjórðungnum, eða 2,4 prósent en á sama tíma í fyrra var hún 3,2% í fyrra. Samsett hlutfall var 95% en var 98,7% á sama tímabili í fyrra. Eigin iðngjöld drógust saman um 3,4% á milli ára. Eigin tjón lækkuðu um 9,5% á milli ára og rekstrarkostnaður hækkaði um 4,2%. 

Arðsemi eigin fjár tímabilsins á ársgrunni var 18,8% en á sama tímabili í fyrra 26,3%. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 45 milljónir króna en var í fyrra var það 578 milljónir króna.

Rekstrarkostnaður hærri vegna starfsemi erlendis

„Ég er mjög sáttur við niðurstöðu fjórðungsins. Samsett hlutfall var 95% þrátt fyrir að mikill kostnaður félli til vegna stórbrunans í Skeifunni 11 en handbært fé frá rekstri var neikvætt á tímabilinu vegna hans,“segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM í yfirlýsingu.

„Við erum einnig að sjá mikilvægar vísbendingar um vöxt á tímabilinu þar sem tæplega 16% hækkun varð á bókfærðum iðgjöldum milli ára. Sá vöxtur er drifinn áfram af vátryggingastarfsemi okkar erlendis og skýrir hann hækkun rekstrarkostnaðar milli ára á þriðja ársfjórðungi,“ segir hann. „Vátryggingastarfsemin erlendis gengur vel og er hlutdeild hennar í eigin iðgjöldum félagsins nú orðin um 11%. Afkoma af erlendum viðskiptum er á sama tíma góð sem bendir til þess að sú stefna sem við höfum markað okkur í áhættutöku sé skynsamleg,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK