Hannaðu þína eigin Taco Bell máltíð

Doritos Locos Tacos
Doritos Locos Tacos Mynd/Taco Bell

Taco Bell hefur gefið út app þar sem viðskiptavinir geta valið hráefni og hannað sína eigin máltíð frá grunni. Þú einfaldlega velur það sem þú vilt í appinu, pantar og lætur síðan vita þegar þú ert mættur á stæðinn og máltíðin verður þá útbúin.

Samkeppni á milli skyndibitakeðjanna um yngri markhópinn hefur harðnað verulega á liðnum árum en tölur síðasta ársfjórðungs sýna að viðskiptavinir McDonald's séu lagðir á flótta þar sem sölutekjur þeirra drógust saman um 3,3 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Betur hefur hins vegar árað hjá Taco Bell sem hefur verið iðið við að senda frá sér nýjungar, líkt og þeirra best seldu vöru í dag, Doritos locos tacos, þar sem tacoskelin er búin til úr muldum doritos flögum. Sölutekjur þeirra jukust um 3 prósent á síðasta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.

Taco Bell appið var gefið út fyrir Android og iPhone í Bandaríkjunum í gær en ekki er ljóst hvort það verði tekið í notkun á Íslandi þar sem ekki náðist í forsvarsmenn Taco Bell á Íslandi við vinnslu fréttarinnar.

Taco Bell er á tveimur stöðum á Íslandi; Þjóðhildarstíg 1 og Hjallahrauni 15.

Forbes greinir frá þessu.

Í Taco bell appinu geturðu búið til þitt eigið taco.
Í Taco bell appinu geturðu búið til þitt eigið taco. Mynd af Pintrest
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK