Verð á bensíni og olíu lækkar

Verð á bensíni og olíu lækkaði um 3,5% í október.
Verð á bensíni og olíu lækkaði um 3,5% í október. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október 2014 hækkaði um 0,14% frá fyrra mánuði. Verð á bensíni og olíu lækkaði um 3,5% en kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,4%.

Flugfargjöld hækka um 11% í mánuðinum þar sem mistök voru gerð við útreikning á verðbreytingu flugfargjalda í vísitölu neysluverðs í september. Áhrif liðarins þá voru -0,52% en hefðu átt að vera -0,35%. Þetta er leiðrétt í útreikningi vísitölunnar nú en áhrif án leiðréttingar eru -0,03%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 0,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,0% verðbólgu á ári eða 0,9% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október 2014 er 423,2 stig en vísitala neysluverðs án húsnæðis er 395,8 stig.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK