Keypti yfir 6.000 fasteignir

Eitt húsanna sem var í eyðiknippinu. Það verður nú gert …
Eitt húsanna sem var í eyðiknippinu. Það verður nú gert upp.

6.350 fasteignir í Detroit í Bandaríkjunum voru boðnar upp í einu pakka. Pakkinn var kallaður „eyði-knippið“ en flestar eignirnar voru í niðurníðslu. Eitt tilboð kom í knippið: rúmar þrjár milljónir dala eða um 380 milljónir króna. En hverjum dettur í hug að kaupa mörg þúsund hálfónýt hús?

Maðurinn heitir Herb Strather. Hann stendur þó ekki einn að kaupunum en er í forsvari fyrir fjárfestahópinn sem samanstendur af nokkrum byggingaverktökum. Strather þessi er vel tengdur inn í fasteignabransann. Hann er hluthafi í Detroit Bundle LLC, Eco Solutions og fleiri fyrirtækjum og félögum. En hann er einnig stjórnarformaður fasteignafélagsins Strather Associates og rekur auk þess skóla fyrir „fasteignasala og byggingaverktaka framtíðarinnar“.

Í frétt HuffingtonPost um málið er haft eftir Strather að honum hafi komið nokkuð á óvart að hafa getað keypt fasteignirnar. Hann segist hafa ákveðið að bjóða í „eyðiknippið“ til að tryggja enduruppbyggingu í Detroit. 

Hópur nemenda úr skóla Strathers mun sjá um að gera húsin upp. „Þeir munu auka verðmæti húsanna,“ segir hann.

Hér má sjá myndir af nokkrum eignum sem voru í „eyðiknippinu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK