Verðið breytist með markaðssvæðum

Fargjöldin hjá Icelandair eru mismunandi eftir markaðssvæðum.
Fargjöldin hjá Icelandair eru mismunandi eftir markaðssvæðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Hægt er að nýta sér gengismun milli landa til að kaupa ódýrari flugmiða með íslenskum flugfélögum í gegnum erlendar síður þeirra. Óheimilt er hins vegar að greiða fyrir miðana með íslensku greiðslukorti vegna gjaldeyrishaftanna.

Samkvæmt lögum um gjaldeyrismál er innlendum aðilum óheimilt að kaupa erlendan gjaldeyri til að greiða fyrir vöru eða þjónustu af öðrum innlendum aðila þótt reikningur sé gefinn út í erlendum gjaldeyri. Samkvæmt þessu getur Íslendingur til dæmis ekki keypt flug í gegnum danska síðu WOW air með íslensku greiðslukorti. Borga þarf með erlendu greiðslukorti eigi að nýta sér gengismuninn.

Upplýsingafulltrúi WOW, Svanhít Friðriksdóttir, segir að verðlagningu sé ekki stýrt á mismunandi hátt eftir markaðssvæðum og verðmunur á flugmiðum skýrist eingöngu af gengismun sem reynt sé að uppfæra samkvæmt nýjustu upplýsingum eftir bestu getu.

Fer eftir eftirspurn á hverju markaðssvæði

Hjá Icelandair er verðinu hins vegar stýrt eftir mismunandi aðstæðum á þeim fjölmörgu mörkuðum sem félagið er á. „Það fer eftir markaðsstöðu á hverjum stað og framboði og eftirspurn á hverjum árstíma. Það fer eftir því hvað er að gerast og hvernig útlitið er á hverjum tíma,“ segir Guðjón Arngrímsson og tekur sem dæmi að flugleiðin milli Denver og Parísar geti verið verðlögð með afar mismunandi hætti eftir því hvernig eftirspurnin er á hvorum stað. „Ef þú getur boðið upp á flug í Denver í Bandaríkjunum til Parísar í gegnum Ísland á hundrað þúsund krónur ert þú ekki að fara bjóða sætin á fimmtíu þúsund krónur annars staðar en það getur haft áhrif á verð sætanna á Íslandi,“ segir hann. „Það er því nánast gefið að á hverjum tíma geta mismunandi verð á flugleiðunum verið í boði,“ segir hann. 

Hann segir að verðmunur eigi þó ekki að vera á sömu flugleið á sömu dagsetningum sem einungis fari eftir því hvort pantað sé í gegnum íslenska útgáfu vefsíðu Icelandair eða þá bandarísku, svo dæmi sé tekið. Sé munur þar á felst hann í gengismun. „Við eltum bara gengið og reynum að gera breytingar eftir því sem við á en það tekst ekki alltaf fullkomlega og þar getur strax myndast einhver munur.“

Hærra fargjald með Apple tæki 

Þá segir Icelandair að ekki sé notast við svokallaðar kökur í vafra viðskiptavina þegar flugmiðar eru verðlagðir en kökurnar mæla heimsóknir á vefsvæði og safna tölfræðilegum upplýsingum. Ef verð hækkar á milli þess sem notandi skoðar flugmiða gæti það verið vegna þess að búið sé að taka frá ákveðin sæti til að tryggja að þau verði til á því verði sem upphaflega var gefið upp. Einungis séu til ákveðið mörg sæti á hverju verði og þegar þau eru seld er farið upp í þann næsta verðflokk. Verðþrepin eru mörg og breytileg en fara í grunninn eftir stafrófinu.

Þá var einnig bent á að ýmsar leiðir séu þó færar í þessum efnum og að sum flugfélög verðleggi flugmiðana með mismunandi hætti allt eftir því hver spyrji hverju sinni og að ekkert gagnsæi sé til staðar. Hjá þeim félögum sem lengst ganga í þessum efnum getur fargjaldið verið mismunandi eftir því hvaðan þú kemur eða hvaða tengiflug þú hyggst taka. Þá ganga einhverjir svo langt að bjóða hærri verð sé notandinn með Apple tæki en það mun vera byggt á því að slíkir viðskiptavinir séu almennt tilbúnir til að greiða meira.

Frétt mbl.is: Flugfélög stýra verðinu

Ekki er hægt að kaupa flugmiða í gegnum erlendar síður …
Ekki er hægt að kaupa flugmiða í gegnum erlendar síður íslenskra flugfélaga með íslensku korti. Herman Wouters
Þegar þú greiðir fyrir flugmiða gæti skipt máli hvaða þú …
Þegar þú greiðir fyrir flugmiða gæti skipt máli hvaða þú kemur, hvert þú ert að fara og með hvernig tæki þú pantar miða. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK