Afborganir lækka um 50 þúsund

Frá blaðamannafundi í Hörpu í dag þar sem Bjarni Benediktsson …
Frá blaðamannafundi í Hörpu í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu aðgerðir stjórnvalda til skuldaleiðréttingar. mbl.is/Ómar

Niðurstöður skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar voru kynntar í Hörpu í dag þar sem fram kom að heildarfjárhæð aðgerðanna nemur 150 milljörðum króna og nær til ríflega 120 þúsund umsækjenda. Mánaðarleg greiðslubyrði getur lækkað um ríflega 15 prósent nýti heimili sér úrræði leiðréttingarinnar til fulls.

Sem dæmi má nefna að ef tvær fjölskyldur tóku sambærileg fimmtán milljón króna jafngreiðslulán til fjörtíu ára í ársbyrjun 2004 þar sem gert var ráð fyrir 2,5 prósent verðbólgu til framtíðar gæti sú fjölskylda sem fullnýtir leiðréttinguna lækkað höfuðstól sinn um nítján prósent til ársins 2036, með lægri mánaðargreiðslum en áður. Heildargreiðsla á mánuði árið 2036 gæti verið 270 þúsund krónur hjá fjölskyldunni sem nýtir sér ekki leiðréttingu en gæti hins vegar lækkað um 51 þúsund krónur og orðið 220 þúsund krónur hjá fjölskyldunni sem fullnýtir leiðréttinguna.

Hjón fá 1,5 milljón að meðaltali

Um 70% samþykktra umsókna um leiðréttingu eru til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Að meðaltali fá hjón 1,5 milljón í leiðréttingu en einstaklingar fá að meðaltali 1,1 milljón. Tíðustu gildin eru 1,4 milljónir fyrir hjón en 800 þúsund fyrir einstaklinga.

Um níutíu prósent heimila frá 2,1 milljón króna eða minna í leiðréttingu og níutíu prósent heimila fá 2,8 milljónir eða minna.

Um 75 prósent af fjárhæð leiðréttingarinnar renna til einstaklinga með minna en 7 milljónir króna í árstekjur og hjóna með minna en 16 milljónir í árstekjur. Hjón þar sem hvor einstaklingur hefur 450 þúsund krónur í tekjur er tíðasta gildið í leiðréttingunni og því nokkuð undir meðallaunum á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt tölum Hagstofunnar sem nema 520 þúsund krónum. Tíðasta gildið hjá einstaklingum er manneskja með 330 þúsund í mánaðarlaun.

Láninu skipt við samþykki

Leiðréttingin skiptist þannig að 80 milljarðar fara í beinar höfuðstólsleiðréttingar en 70 milljarðar sem séreignarsparnaður við inngreiðslu á höfuðstól. Þá ber einnig að hafa í huga að ríkissjóður er að afsala sér framtíðarskatttekjum að jafnvirði 20 milljarða króna sem hefðu skilað sér í tekjum til ríkissjóðs við útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar.

Öllum verðtryggðum lánum sem leiðréttingin nær til verður skipt í tvo greiðsluhluta; Frumlán og leiðréttingarlán. Frumlánið er höfuðstóll upphaflega fasteignalánsins að frádregnu leiðréttingarláni með öllum sömu eiginleikum og áður, nema að vextir og verðbætur eru reiknaðar af höfuðstól frumlánsins. Greiðsluskilmálum leiðréttingarlánsins verður hins vegar breytt og lántaki greiðir ekkert af því á tímabilinu 2014 til janúar 2016 þegar leiðréttingarlán afskrifast að fullu. Láninu verður þó ekki skipt fyrr en lántaki hefur samþykkt útreikning leiðréttingar og staðfest með rafrænni undirskrift.

Leiðréttingarlánin verða afskrifuð að fullu á rúmu ári en ekki 4 árum eins og upphaflega var kynnt.

Hér má sjá glærurnar sem notaðar voru þegar niðurstaðan var kynnt í dag. 

Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK