Aðlaga símreikninginn að þörfum

Mynd/Síminn

Með nýjum áskriftarleiðum hjá Símanum geta viðskiptavinir valið verðið og þá samsetningu mínútna og gagnamagns sem hentar og skipt hvort öðru út innan mánaðarins eftir þörfum.

Í tilkynningu Símans segir að þetta sé nýjung á Íslandi og segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, að nýju leiðirnar hjálpi fólki að nýta innihald pakkans til hins ýtrasta. „Ef viðskiptavinur er búinn með gagnamagnið en á mínútur eftir getur hann fært til innan pakkans. Viðskiptavinir kalla eftir sveigjanleika og hann verður varla meiri en að geta valið sér verð og raðað upp fjölda mínútna og gígabætum innan þess; hvort sem er í áskrift eða frelsi,“ segir Gunnhildur.

Annað fyrirkomulag hjá hinum fyrirtækjunum

Ekki er sambærileg leið í boði hjá Vodafone en að sögn Gunnhildar Ástu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, er Vodafone Red það sem því kemst næst.

Þegar horft er til bæði áskriftar- og frelsisleiða býður Vodafone upp á Red áskriftarleiðirnar og fyrirframgreidda möguleika með Red Frelsi. Í áskriftarleiðunum er gagnamagnið ávallt útgangspunkturinn, sem á að stuðla að einfaldleika og áhyggjulausri notkun fyrir heimilið að sögn Gunnhildar. Þá fylgja ótakmarkaðar mínútur og SMS en greitt er fyrir mismunandi magn gagnamagns. Í Red frelsisleiðum félagsins stendur valið hins vegar um þrjár ­leiðir það sem valið er ákveðið gagnamagn og mínútufjöldi eftir þörfum. Ef gagnamagnið klárast er hægt að bæta aukalega við en kostnaðurinn fer eftir gagnamagninu.

Í gær var einnig kynnt viðbót við Red áskrifarleiðirnar, þ.e. Red Young, þar sem börn farsímaáskrifenda geta hringt ótakmarkað innanlands og sent ókeypis SMS í alla óháð kerfi. Þá fær unga fólkið einnig 50 MB gagnamagn sem endurnýjast mánaðarlega.

Fyrirkomulagið hjá Hringdu er svipað hjá Vodafone þar sem boðið er upp á þrjá hefðbundna pakka með ákveðnum mínútufjölda og gagnamagni. Þá er hægt að bæta gagnamagni við fyrir aukalega fjárhæð sem fer eftir keyptu gagnamagni.

Þá er fyrirkomulagið einnig svipað hjá Nova þar sem í boði eru fjórar áskriftarleiðir auk fimm mismunandi gagnamagnspakka. Þá er einnig hægt að kaupa aukagagnamagn með sama hætti.

Með nýju áskriftarleiðinni hjá Símanum er hægt að stilla hversu …
Með nýju áskriftarleiðinni hjá Símanum er hægt að stilla hversu mikið þú vilt nýta af gagnamagni á móti mínútum. Mynd/Síminn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK