Hægt að millifæra með Snapchat

Snapchat
Snapchat

Snapchat notendur geta nú millifært peninga í gegnum forritið með því að skrifa einfaldlega uppæðina í skilaboðin sem send eru á milli. 

Lausnin kallast „Snapcash“ og var tekin í notkun í Bandaríkjunum í gær. Þetta er framkvæmt með samstarfi milli Snapchat og Square, sem er greiðslufyrirtæki fyrir farsíma sem stofnað var af Jack Dorsey, einum stofnanda samfélagsmiðilsins Twitter.

Þeir sem hyggjast nota forritið á þennan hátt verða að skrá debetkorta-númer sitt hjá Square og verða að vera að minnsta kosti átján ára gamlir. Snapchat hefur að undanförnu verið að auka tekjustreymi fyrirtækisins með nýjum lausnum, s.s. auglýsingum sem tóku að birtast notendum fyrr í mánuðinum. Auglýsingarnar birtast í sögu- eða „My stories“ hluta appsins og hverfa eftir áhorf eða einn sólarhring, sé ekki horft á þær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK