Hagnaður EasyJet jókst um 14%

Hagnaður breska flugfélagsins EasyJet nam 450 milljónum punda, 87,2 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári sem lauk í lok september. Það er 14% aukning frá árinu á undan. 

Hagnaður fyrir skatta jókst um 22% á milli ára og var 581 milljón punda sem er aðeins minna en spá félagsins hljóðaði upp á.

Farþegum EasyJet fjölgaði um 7% á milli ára og voru þeir 64,8 milljónir á rekstrarárinu. 

EasyJet flýgur á sjö áfangastaði frá Keflavíkurflugvelli og í næsta mánuði fjölgar þeim í átta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK