Lognið á undan storminum?

Landsbankinn spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs.
Landsbankinn spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs. Sigurður Bogi Sævarsson

Ætla má að mörg heimili hafi verið í biðstöðu vegna niðurstöðu lækkunar verðtryggðra skulda. Spurning er því hvort sá stöðugleiki sem einkennt hefur viðskipti á fasteignamarkaði sé sé lognið á undan storminum sem kann að koma eftir að niðurstaðan er orðin ljós. 

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hafa viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið nokkuð sveiflukennd síðustu mánuði eins og oftast er. Salan náði miklum toppi í júlí, en hefur síðan dalað aftur. Sé hins vegar litið á 12 mánaða meðaltal, sem sýnir langtímaþróunina betur, hafa viðskiptin næstum staðið í stað síðustu fjóra mánuði.

Spá áframhaldandi hækkun

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óbreytt í október frá síðasta mánuði. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,1% og verð á sérbýli hækkaði um 0,3%. Nokkuð hefur dregið úr verðhækkunum á síðustu mánuðum en árshækkun fjölbýlis er um 8,4% en hækkun síðustu 6 mánaða 3,2%. Tólf mánaða hækkunartaktur fjölbýlis fór hæst í tæp 13% í apríl og hefur sveiflast nokkuð síðan.

Tólf mánaða hækkun fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið mikið undir 6% frá upphafi ársins 2012 og yfirleitt verið vel fyrir ofan þá tölu. Almennt er spáð að áframhaldandi hækkun, m.a. vegna lækkunar höfuðstóls verðtryggðra skulda. 

Mikil hækkun í sögulegu samhengi

Nú í október stendur vísitala neysluverðs án húsnæðis á nákvæmlega sama stað og var í
desember 2013. Það þýðir að allar nafnverðshækkanir frá þeim tíma jafngilda
hækkunum á raunverði. Raunverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur þannig hækkað um tæp 8% frá því í desember, en raunverð sérbýlis hefur staðið í stað. Hækkunarferill fjölbýlis hefur verið mjög brattur frá ársbyrjun 2013 og er raunverðshækkun á fjölbýli frá því í mars 2013 u.þ.b. 16%, sem er mikið í sögulegu samhengi. Þrátt fyrir að verðþróun sérbýlis sé með allt öðrum hætti hefur raunverð þess þó hækkað um 3,5% á þessum tíma.

Leiguverð hefur haldist nokkuð vel í hendur við kaupverð íbúða síðustu ár. Í október hækkaði leiguverð um 0,7% og hefur hækkað um 8,7% á á einu ári á meðan söluverð íbúða hefur hækkað um 8,4%.

Landsbankinn
Landsbankinn hag / Haraldur Guðjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK