Axel framkvæmdastjóri hjá Icelandic Group

Axel Pétur Ásgeirsson.
Axel Pétur Ásgeirsson.

Axel Pétur Ásgeirsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri samhæfingar sölu- og innkaupamála hjá Icelandic Group. Axel hefur viðamikla reynslu úr sjávarútvegi en hann er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði þar sem hann hóf ungur störf við sjósókn og fiskvinnslu fjölskyldu sinnar sem hann sinnti frameftir aldri, segir í fréttatilkynningu.

Axel var um tveggja áratuga skeið búsettur í Frakklandi og í Barcelona á Spáni þar sem hann starfaði við sölu fiskafurða og rekstur fyrirtækja, m.a. sem sölustjóri hjá Icelandic Iberica, El Buen Bacalao S.L. og Fishpack S.L., saltfisksdreifingarfyrirtæki í Barcelona og Madrid,  og Continental Seafood Ltd., Qingdao, Kína, sem seldi frystar, saltaðar og léttsaltaðar fiskafurðir frá Kína til Evrópu. 

Frá árinu 2008 hefur Axel séð um rekstur og sölu Norlandia ehf., Ólafsfirði, sem selur sjávarafurðir til Spánar og Brasilíu.

Axel Pétur er menntaður kvikmyndagerðarmaður frá París, Frakklandi, og auk íslensku og ensku talar hann spænsku, portúgölsku, ítölsku og frönsku.

Axel Pétur er giftur Auði Eggertsdóttur og eiga þau fjögur börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK