70% kjúklinga með bakteríusýkingu

Kjúklingar
Kjúklingar AFP

Um sjötíu prósent ferskra kjúklinga í matvöruverslunum í Bretlandi eru taldir sýktir af matareitrun samkvæmt matvælastofnun Bretlands sem fyrirskipaði verslunareigendum að vera á varðbergi.

Í rannsókn sem gerð var á kjúklingakjöti kom í ljós að enginn stórmarkaður hafði farið eftir reglum matvælastofnunarinnar sem miða að því að draga úr kampýlóbaktersýkingu, sem getur valdið niðurgangi og ógleði hjá mönnum. Bakterían drepst þegar kjúklingurinn er eldaður en um 280 þúsund Bretar smitast þó árlega.

Staðan verst í Asda

Rannsóknin er framkvæmd á einu ári en hefur nú staðið í hálft ár og voru niðurstöður tímabilsins birtar í dag þar sem matvælastofnunin nefndi þá stórmarkaði sem hafa staðið sig hvað verst í þessum efnum. Þar var stórmarkaðurinn Asda á toppnum þar sem 78 prósent kjúklinganna greindust með kampýlóbakter. Í ljós kom að Tesco hafði staðið sig best en þó voru 64 prósent kjúklinganna sýktir. Steve Wearne, forstöðumaður stofnunarinnar, sagði niðurstöðurnar sýna að matvælaiðnaðurinn, og þá sér í lagi smásalar, þyrftu að leggja sig fram við að draga úr sýkingunni.

Aðrar verslanir sem voru skoðaðar voru Co-op, Marks and Spencer, Morrison's, Sainsbury's og Waitrose. Markaðshlutdeild Lidl, Aldi var Iceland var talin of lítil til að skipta sköpum fyrir rannsóknina.

Í júní bað stofnunin neytendur um að hætta að þvo kjúklingana þar sem það dreifir einungis úr bakteríunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK