Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Landsbankinn sér fram á að hagkerfi okkar vaxi talsvert hraðar …
Landsbankinn sér fram á að hagkerfi okkar vaxi talsvert hraðar en í helstu viðskiptalöndunum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íslenska hagkerfið er á svipuðum slóðum og það var áður en síðasta þensluskeið hófst fyrir alvöru, um og eftir 2004. Hagkerfið stendur nú á tímamótum og nú reynir á hvort ríkisstjórn og Seðlabankinn hafi lært af mistökum fortíðarinnar.

Þetta kemur fram í Þjóðhag, ársriti Hagfræðideildar Landsbankans, sem kom út í gær.

,,Við stöndum frammi fyrir svipuðum áskorunum núna eins og þá. Framundan er mikill hagvöxtur, meiri en samræmist framleiðslugetu þjóðarbúsins og það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér þenslu,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildarinnar í ViðskiptaMogganum í dag. Hann segir stjórn ríkisfjármála og peningastefnuna ekki hafa spilað saman á síðasta þensluskeiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK