Fá tvær milljónir í jólabónus

Verslun Sports Direct í Lindum í Kópavogi.
Verslun Sports Direct í Lindum í Kópavogi.

„Með bónusgreiðslunum fær starfsfólk Sports Direct að njóta verðmætasköpunarinnar sem það átti hlutdeild í. Árangurinn skilar sér nú beint í launaumslagið,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, en starfsfólk Sports Direct í Lindum í Kópavogi sem vann hjá versluninni á fyrstu fjórum mánuðum ársins, fær jólabónusinn greiddan í dag.

Heildarbónusgreiðslur nema um tveimur milljónum króna og fær hver starfsmaður um 60-70 þúsund króna í bónus sem bætast við laun og desemberuppbót, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Starfsmenn Sports Direct hafa verið á bilinu 80-90 á árinu. Flestir þeirra eru starfsmenn í hlutastarfi á aldrinum 18-19 ára.

Sports Direct skiptir bónusárinu upp í þrjár hluta og er nú verið að greiða fyrir fyrstu mánuði þessa rekstrarárs. Bónusarnir eru tengdir árangri starfsfólks Sports Direct í sölu, rýrnunarstjórnun og aga í launakostnaði.

Haft er eftir Sigurði Pálma í fréttatilkynningu að það starfsfólk Sports Direct sem standi sig vel fái með þessu móti meira borgað án þess að þurfa að biðja sérstaklega um það.

Bónusinn er mishár eftir stöðu og vinnuframlagi starfsmanna. Algengast er að hann jafngildi um 25% hækkun launa starfsfólks Sports Direct í jólamánuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK