„Íburðurinn verður mikill“

Boðið verður upp á þyrluskíðaferðir frá Deplum.
Boðið verður upp á þyrluskíðaferðir frá Deplum. Ljósmynd/Eleven Experience

Til stendur að koma upp lúxusgistingu í hæsta gæðaflokki á bænum Deplum í Fljótum en framkvæmdir hafa gengið hægar en von var á. Verklok voru upphaflega áætluð í mars sl. en framkvæmdum verður að líkum ekki lokið fyrr en um næsta sumar.

„Þetta hefur reynst flóknara en gert var ráð fyrir auk þess sem erfitt er að vinna þarna þar sem þetta er svo langt frá öllu,“ segir Orri Vigfússon, sem stendur að framkvæmdunum ásamt Chad R. Pike, aðalframkvæmdastjóra og varaformanns fjárfestingasjóðs Blackstone í Evrópu. „Þetta er samblanda ýmissa ástæðna en við þurftum einnig að láta gera viðbótarteikningar þar sem við bættum við þetta til þess að gera gistinguna enn fínni og stærri,“ segir hann. Núna er verið að kaupa inn húsgögn og segir Orri að íburðurinn verði mikill. Pláss verður fyrir um 12 til 16 manns og er sérstaklega gert ráð fyrir fjölskyldum.

Lúxusgisting víða um heim

Orri segir kostaðinn við framkvæmdirnar nema nokkur hundruð milljónum króna. Gisti­húsið verður rekið und­ir merkj­um Eleven Experience, sem er í eigu Pikes, en fyr­ir­tækið býður upp á lúx­us­gist­ingu í hæsta gæðaflokki víða um heim.

Gistihús Eleven Experience er þegar að finna í skíðabænum Crested Butte í Klettafjöllunum í Bandaríkjunum, annað í Tarantaise í frönsku Ölpunum og hið þriðja í Edington, skammt frá borginni Bath á Englandi. Þá hefur fyrirtækið boðað opnun á nokkrum nýjum áfangastöðum; Gistihús á Deplum árið 2016 auk þess sem fleiri verða opnuð í Bahama-eyjum, Chile og Amsterdam í Hollandi. Í öllum tilfellum er um sannkallaða lúxusgistingu að ræða.

Auk gistingar er alls kyns þjónusta í boði, eingöngu fyrir gesti Eleven Experience og mikil áhersla er lögð á að gestir geti notið næðis. Í skálanum í Klettafjöllum er t.a.m. boðið upp á einkaleiðsögn um fjöllin, einkabílstjóra og einkakokk. Þá verður t.a.m. boðið upp á þyrluskíðaferðir frá Deplum.

Ná vonandi veiðitímabilinu

Mbl greindi frá því í gær að Ísland væri efst á blaði hjá Forbes yfir svölustu löndin að heimsækja á árinu 2015. Owen Gaddis, hjá lúxus-ferðaþjónustunni Absolute Travel setti listann saman og nefnir hann Depla sem helstu ástæðuna fyrir Íslandsför.

Þar sem framkvæmdirnar hafa tafist verður ekki unnt að bjóða upp á skíðaferðir frá Deplum á næsta ári þar sem tímabilið varir einungis frá mars til júní. Vonir standa þó enn til að ná veiðitímabilinu 2015.

Frétt mbl.is: Uppsteypu lokið og haldið áfram

Frétt mbl.is: Yfirmaður hjá Blackstone leggur til fé

Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið næsta sumar.
Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið næsta sumar. Skjáskot af vefsíðu Eleven Experience
Orri Vigfússon
Orri Vigfússon mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK