Sífellt minna selst á McDonald's

Sala hjá skyndibitakeðjunni McDonald's dróst enn meira saman í nóvember en spár höfðu gert ráð fyrir. Talið er að slakur árangur muni hafa áhrif á útkomu næsta ársfjórðungs en þetta er sjötti mánuðurinn í röð sem sala hefur dregist saman. 

Sala fyrirtækisins á heimsvísu dróst saman um 2,2 prósent í nóvember en gert hafði verið ráð fyrir að salan gæti minnkað um 1,7 prósent. 

Hlutabréf í McDonald's féllu um 3,5 prósent í verði í morgun í Kauphöllinni í New York. Forstjóri fyrirtækisins, Don Thompson, sem tók við fyrirtækinu í júlí 2012, hefur hrist nokkuð upp í hlutunum og veitt stjórnendum útibúa meira frjálsræði í rekstrinum og þannig reynt að bæta sölutölurnar. Þrátt fyrir þetta hefur sala ekki batnað á milli mánaða frá október 2013.

Þá hefur aukin áhersla verið lögð á ferskleika hráefna auk þess sem viðskiptavinum er frekar gefinn kostur á að setja máltíðina saman á sinn hátt, en það mun vera liður í að gera McDonald's samkeppnishæfari við aðra skyndibitastaði líkt og Subway og Chipotle.

Reuters greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK