Gengi norsku krónunnar ekki lægra í 12 ár

Lækkun á olíumarkaði hefur mikil áhrif á gengi norsku krónunnar …
Lækkun á olíumarkaði hefur mikil áhrif á gengi norsku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims. AFP

Gengi norsku krónunnar hefur ekki verið lægra í tólf ár en lækkunina má rekja til lækkunar á olíumarkaði. Undanfarið hefur krónan lækkað jafnt og þétt vegna þróunarinnar á olíumarkaði. En í dag stóð kostaði hver Bandaríkjadalur 7,82 norskar krónur og hefur gengi Bandaríkjadals gagnvart norsku krónunni ekki verið hærra síðan 2002.

Á sama tíma fór evran í 9,82 krónur og er það hæsta gengi evrunnar gagnvart norsku krónunni frá því árið 2008.

Líkt og hrun rúblunnar í Rússlandi þá má rekja þessa lækkun krónunnar til verðs á olíumörkuðum. Verð á Brent Norðursjávarolíu fór í 58,50 Bandaríkjadali í dag og er það lægsta verðið sem hefur sést í meira en fimm ár.

Það kom ýmsum á óvart þegar Seðlabanki Noregs lækkaði stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í síðustu viku og eru vextir bankans nú 1,25%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK