Breytingar á yfirstjórn Actavis

Actavis
Actavis Rósa Braga

Breytingar verða gerðar á yfirstjórn lyfjafyrirtækisins Allergan í kjölfar yfirtöku Actavis á félaginu. Forstjóri Actavis heldur sínu sæti í sameinuðu félagi og forstjóri Allergan verður sérstakur ráðgjafi hans.

Yfirtakan gengur að fullu í gegn á öðrum ársfjórðungi næsta árs en Actavis bauð í nóvember 66 milljarða dollara í fyrirtækið sem fyrst og fremst framleiðir bótox.

Brent Saunders, forstjóri, Actavis Plc., móðurfélags Actavis á Íslandi, verður forstjóri, og Douglas Ingram, forstjóri Allergan, verður ráðgjafi hans. Þá tekur David Pyott, framkvæmdastjóri Allergan, mögulega sæti í stjórn félagsins. Í tilkynningu á vefsíðu Actavis segir að Saunders muni leiða framkvæmdastjórnina sem verður samansett af fulltrúum beggja fyrirtækja.

Eftir samrunann verður fyr­ir­tækið eitt af tíu stærstu lyfja­fyr­ir­tækj­um heims þegar litið er til sölu­tekna sem talið er að muni nema um 23 millj­örðum banda­ríkja­dala á næsta ári.

LA Times greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK