Kröfunni verður haldið til streitu

Höfuðstöðvar Vodafone í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Vodafone í Reykjavík. mbl.is/Stymir Kári

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina frávísunarkröfu Tals í máli sem Vodafone höfðaði gegn fyrirtækinu til greiðslu reikningsskuldar. Krafa Vodafone nam rúmlega 117 milljónum króna og krafðist félagið að fá þá upphæð greidda auk vaxta. Tal fór hins vegar fram á frávísun málsins.

Vodafone segir í tilkynningu til Kauphallarinnar, að í ljósi þess að ekki sé um efnislega niðurstöðu að ræða muni lögmenn Vodafone nú kynna sér þá formannmarka sem héraðsdómur telji vera á málatilbúnaðinum og meta hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar.

Vodafone segir að skuldin snúist um fjarskiptaþjónustu sem Vodafone veitti Tali á grundvelli samninga á árunum 2011 og 2012.

„Allt að einu mun kröfunni verða haldið til streitu í því skyni að málið fái efnislega niðurstöðu, enda er afstaða Vodafone að fyrirliggjandi samningar milli félaganna feli í sér ótvíræða greiðsluskyldu af hálfu Tals. 

Rétt er að taka fram að óvissa ríkir áfram um efnislega niðurstöðu dómsmálsins. Verði Tal að endingu dæmt til greiðslu á framangreindri kröfu Vodafone mun það hafa jákvæð áhrif á fjárhag Vodafone. Nánari upplýsingar verða veittar eftir því sem málinu vindur fram,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK