Rætt um að vernda innréttingarnar

Innréttingarnar eru í búðinni Skyrtu. Eigendur verslunarinnar gerðu þær upp …
Innréttingarnar eru í búðinni Skyrtu. Eigendur verslunarinnar gerðu þær upp fyrir opnun. Mynd af vefsíðu Skyrtu.is

Viðræður milli Minjastofnunar og eiganda Skólavörðustígs 21 um verndun innréttinganna í Fatabúðinni standa nú yfir og eigendur eru að skoða hvort hægt sé að nýta húsnæðið án þess að til komi veruleg breyting á þeim. 

Að sögn Péturs H. Ármannssonar, sviðsstjóra hjá Minjastofnun, er nú beðið eftir svari frá eiganda og vonast hann til þess að svarið berist fljótlega. Hann segir að ávallt sé leitast við að vernda muni í samráði við eiganda en reiknar þó með að stofnunin muni samt sem áður tryggja verndunina með einhverjum hætti.

Þá getur stofnunin gripið til viðeigandi úrræða ef viðræður leiða í ljós að eigendur hyggjast breyta innréttingunum eða fjarlægja að sögn Péturs. „Við vonum samt að til þess þurfi ekki að koma,“ segir hann.

Gildir í sex vikur

Mbl greindi frá því í byrjun mánaðarins að Minjastofnun væri að skoða það að skyndifriða inn­rétt­ing­arar í Fata­búðinni. 

Sam­kvæmt 20. grein laga um menn­ing­ar­minj­ar get­ur Minja­stofn­un ákveðið skyndifriðun menn­ing­ar­minja sem hafa sér­stakt menn­ing­ar­sögu­legt gildi, en hafa þó ekki verið friðlýst­ar eða njóta lög­bund­inn­ar friðunar, sé hætta á að minj­un­um verði spillt, þær glat­ist eða gildi þeirra rýrt á ein­hvern hátt. Meðan á skyndifriðun stend­ur gilda regl­ur um friðlýs­ingu en hún gild­ir hins veg­ar ein­ung­is í sex vik­ur og inn­an þess tíma er því nauðsyn­legt að fram­kvæma hefðbundna friðlýs­ingu. Eng­ar hlut­læg­ar regl­ur gilda um skyndifriðun og fer það ein­ung­is eft­ir mati Minja­stofn­un­ar hverju sinni hvað telj­ist hafa slíkt menn­ing­ar­sögu­legt gildi að skyndifriðun eigi við.

Inn­rétt­ing­arn­ar eru frá ár­inu 1947 og því yngri en 100 ára og þar með ekki sjálf­krafa friðaðar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Minja­stofn­un er það þó svo, að ef starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar verða var­ir við að ein­hverju yngra en 100 ára sé ógnað er hægt að beita þess­ari heim­ild.

Frétt mbl.is: Innréttingarnar skyndifriðaðar?

Skólavörðustígur 21
Skólavörðustígur 21 Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK