Isavia tekur 5 milljarða lán

Isavia ohf. og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) undirrituðu í gærkvöld lánasamning að upphæð 32 milljónir evra (um 5 milljarða króna) vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli sem miða að því að auka afköst flugvallarins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Mikil fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll kallar á aukin afköst og er vinna þegar hafin við 5.000 fermetra stækkun flugstöðvarinnar með biðsölum og brottfararhliðum fyrir fjarstæði. Fleiri framkvæmdir eru í undirbúningi eins og fjölgun flughlaða og breytingar á innviðum flugstöðvarinnar. Áætlað er að framkvæma í afkastaaukandi verkefnum á flugvellinum fyrir um 15 milljarða króna (100 milljón evra) á árunum 2014-2016,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK