Stórt gjaldþrot hjá Loftorku

Frá Loftorku í Borgarnesi.
Frá Loftorku í Borgarnesi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kröfum er nema um 5,5 milljörðum króna var lýst í þrotabú eignarhaldsfélagsins Loftorku Borgarnesi en skiptum á búinu var lokið þann 16. desember sl. Loftorka er framleiðslu og verktakafyrirtæki á sviði mannvirkjagerðar og sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu í mannvirki og steinrör í holræsi.  Loftorka er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði framleiðslu húseininga úr steinsteypu. 

Um 2,5 milljarðar fengust greiddir

Skiptum lauk með úthlutunargerð úr þrotabúinu, en samkvæmt henni greiddist um einn milljarður króna upp í búskröfur, rúmar níu hundruð milljónir upp í veðkröfur og tæpar átta milljónir upp í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur og eftirstæðar kröfur.

Loftorka er enn starfandi í öðru félagi er nefnist Loftorka í Borgarnesi ehf. en nokkrir starfsmenn fyrirtækisins keyptu reksturinn úr þrotabúinu á árinu 2009 og hófu endurreisn fyrirtækisins að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 2005. Síðan hafa fasteignir gamla félagsins einnig verið keyptar af bankanum að sögn Óla. Hann segir skuldir fyrirtækisins, sem voru of miklar og í erlendum gjaldmiðlum, hafa hækkað verulega í kjölfar bankahrunsins. Stærstu kröfuhafarnir voru Lýsing og Íslandsbanki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK