Vísir tapar 165 milljónum króna

Höfuðstöðvar Vísis eru í Grindavík.
Höfuðstöðvar Vísis eru í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf., sem er með höfuðstöðvar í Grindavík, tapaði 1,07 milljónum evra, jafnvirði um 165 milljónir íslenskra króna, á síðasta ári borið saman við hagnað upp á 4,39 milljónir evra á árinu 2012.

Lakari afkoma á milli ára skýrist af tekjusamdrætti. Fram kemur í samstæðureikningi félagsins að rekstrartekjur námu ríflega 50 milljónum evra á árinu 2013 og drógust saman um liðlega 5 milljónir evra frá fyrra ári.

Eignir samstæðunnar nema 111,4 milljónum evra en dótturfélög Vísis eru meðal annars Landvís, Samvís og Deutsche Salzfischunion. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fiskistofu er Vísir með tíundu mestu aflahlutdeild útgerðarfélaga, með samtals 3,55%% af öllum úthlutuðum afla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK