Brjálað að gera á öðrum degi jóla

Um 4.000 manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunarmiðstöðina Selfridges í miðborg Lundúna klukkan 9 í morgun, en útsölutímabilið hófst með formlegum í Bretlandi hætti í dag. Margir hugsa sér gott til glóðarinnar. 

Talsmenn Selfridges segja að hópur fólks hafi þegar byrjað að safnast saman fyrir utan verslunin kl. 22:30 í gærkvöldi, en sumar verslanir bjóða allt að 70% afslátt af vörum. 

Á fyrsta klukkutímanum nam veltan í verslunarmiðstöðinni rúmum tveimur milljónum punda, eða sem samsvarar tæpum 400 milljónum króna. Salan hefur aldrei verið meiri á einni klukkustund í verslunarmiðstöðinni.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er að versla á öðrum degi jóla, og bíða í röð og þetta er ótrúlegt,“ sagði ferðamaður frá Malasíu í samtali við AFP-fréttaveituna sem beið fyrir utan í morgun.

Forsvarsmenn Selfridges áttu von á um 160.000 gestum í dag, en venjulega koma um 250.000 manns í verslunarmiðstöðina á einni viku. 

Samtök verslunar og þjónustu í Bretlandi búast við því að neytendur muni eyða um 748 milljónum punda í dag (sem samsvarar um 148 milljörðum króna), en það er 29% á milli ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK