Hvattir til að selja American Apparel

American Apparel í New York
American Apparel í New York AFP

Stjórnarmenn tískuvörukeðjunnar American Apparel voru hvattir til að skoða alla mögulega kosti, og þar á meðal sölu fyrirtækisins, í bréfi sem forsvarsmenn vogunarsjóðsins Lion Capital rituðu til þeirra í gær.

Í bréfinu var einnig greint frá því að Lyndon Lea, einn stofnandi Lion Capital, muni setjast í stjórn American Apparel í stað Gene Montesano. Lea sat áður í stjórn fyrirtækisins en hætti á árinu 2011. Fyrir eiga tveir menn á vegum Lion Capital sæti í stjórn American Apparel. Þá er vogunarsjóðurinn með forkaupsrétt á 12 prósent af hlutafé fyrirtækisins.

Í bréfinu er stjórnin beðin um að skipa nefnd sem á að fara yfir kosti fyrirtæksins. Sjóðurinn Irving Place Capital bauðst á dögunum til að kaupa American Apparel en kauptilboðið hljóðaði upp á 1,40 dollara á hlut, eða 245 milljónir dollara. Var tilboðið var talið of lágt.

Fyrirtækið er skuldsett í rjáfur og rannsókn á störfum fyrrum forstjóra þess og stofnanda, Dov Charney, hefur staðið yfir mánuðum saman en hann var rekinn þann 16. desember síðastliðinn eftir að hafa verið tímabundið vikið frá störfum sex mánuðum fyrr.  

Wall Street Journal greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK