Sjóvá-málið látið niður falla

Höfuðstöðvar Sjóvá.
Höfuðstöðvar Sjóvá.

Rann­sókn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara á trygg­inga­fé­lag­inu Sjóvá hefur verið látin niður falla þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að málið hefði verið látið niður falla. Fjármálaeftirlitið vísaði málinu er varðaði sam­skipti Sjóvár og Milest­one til sérstaks saksóknara í maí 2009 og var í júlí sama ár gerð húsleit hjá Sjóvá og á heim­il­um manna sem tengjast fyrirtækjunum tveimur.

Umfangsmikið og flókið mál

Málið hefur því verið í um fimm og hálft ár í rannsókn hjá embættinu og segir Ólafur það vissulega vera langan tíma en helst skýrast af því að málið hafi verið mjög umfangsmikið og flókið. Einnig hafi niðurskurður á síðasta ári og á þessu ári áhrif til seinkunar á þeim málum sem eru til meðferðar eru.

Rann­sókn embætt­is­ins beindist að umboðssvik­um, en grun­ur lék á að stjórn­end­ur og eig­end­ur Sjóvár hefðu farið út fyr­ir heim­ild­ir sín­ar. Vafi var talinn leik­a á því hvort stjórn­end­ur Sjóvár hefðu haft heim­ild­ir til að ráðstafa fjár­mun­um trygg­inga­fé­lags­ins með þeim hætti sem þeir gerðu. 

Milest­one eignaðist Sjóvá að fullu 2006 en eftir kaupin breyttist félagið úr hefðbundnu vátrygg­inga­fé­lagi í fjár­fest­inga­fé­lag. Hóf FME rann­sóknina á málefnum Sjóvár eftir að félagið skilaði árs­reikn­ingi sín­um og fylgigögn­um með hon­um til stofn­un­ar­inn­ar. Þar komu fram upp­lýs­ing­ar um fjár­fest­ing­ar Sjóvár sem til­efni þótti til að skoða bet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK