Allir viðburðir á einum stað

Hægt verður að nálgast alla viðburði á einum stað á …
Hægt verður að nálgast alla viðburði á einum stað á síðunni. mbl.is/Ernir

Margir hafa eflaust lent í því að heyra af skemmtilegum viðburði - eftir að hann er búinn. Hættan á að lenda í því hefur snarlega minnkað með opnun nýrrar heimasíðu þar sem flestu því sem gera má sér til gamans hefur verið safnað saman á einum stað.

„Ég var oft að taka eftir viðburðum sem ég hefði verið spenntur fyrir að sjá en voru kannski haldnir fyrir löngu,“ segir Jóhann Berentsson, tölvunarfræðinemi við Háskólann í Reykjavík, sem opnaði á dögunum síðuna „Hvað er að gerast?“, þar sem finna má yfirlit yfir ýmsa viðburði sem eru í gangi.

Sextíu viðburðir í vikunni

Jóhann notaði algóriþma til þess að greina Facebook-síður hljómsveita, skemmtistaða, samtaka o.fl. og finna þannig skemmtilega viðburði. Eftir að greiningartækið finnur viðburð fær Jóhann tilkynningu og staðfestir hann fyrir síðuna. „Þeir sem eru að halda þetta geta oftast bara boðið vinum sínum á Facebook og eru þannig fastir inni í ákveðinni loftbólu,“ segir Jóhann. „Ég vildi bara dreifa þessu þannig að sem flestir gætu séð og núna eru til dæmis komnir sextíu viðburðir bara í þessari viku,“ segir hann en í heildina eru komnir nokkur hundruð viðburðir á síðuna, allt fram í september. Þá ætlar hann einnig að forrita síðuna þannig að eigendur skemmtistaða, hljómsveitir eða aðrir geti sjálfir sett sinn viðburð inn á síðuna.

Einnig er Jóhann byrjaður að þróa sambærilegt app þar sem hægt verður að nálgast sömu upplýsingar.

Jóhann hannaði síðuna í jólafríinu og tók það um tvær vikur. „Mig vantaði eitthvað til að monta mig af,“ segir Jóhann léttur í bragði. „Eitthvað til þess að sýna þegar ég fer að sækja um vinnu í sumar,“ segir Jóhann aðspurður hvort síðan hafi verið unnin með gróðavon að leiðarljósi. „Mig langar ekkert að gera þetta flóknara,“ segir Jóhann.

Jóhann Berentsson
Jóhann Berentsson Mynd/Filip Holiencin
Á síðunni má finna sextíu viðburði í vikunni.
Á síðunni má finna sextíu viðburði í vikunni. Skjáskot af vefsíðu Hvað er að gerast?
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK