Franskar teknar af matseðli KFC

Engar franskar kartöflur má finna á matseðli KFC í Japan.
Engar franskar kartöflur má finna á matseðli KFC í Japan.

Kartöfluskortur hefur orðið til þess að skyndibitastaðir í Japan hafa þurft að minnka skammta sína á frönskum kartöflum undanfarna mánuði. Kjúklingastaðurinn KFC gaf það svo út í gær að franskar kartöflur yrði teknar af matseðlinum sökum ástandsins á kartöflumarkaði landsins.

Ástæða þessa er kjaradeila hafnarverkamanna á vesturströnd Bandaríkjanna en bandarískir útflytjendur kartaflna hafa rækilega orðið fyrir barðinu á henni. Fyrir vikið hefur ekki tekist að halda uppi stöðugum straumi kartaflna til Japan og hafa skyndibitakeðjur á borð við McDonalds brugðið á það ráð að flytja inn kartöflur með flugi.

Í síðasta mánuði flutti McDonalds meira en þúsund tonn af kartöflum til landsins svo tryggja mætti að viðskiptavinir fengju einhverjar franskar með hamborgurum sínum.

KFC hefur hins vegar ákveðið að fara aðra leið og hreinlega taka franskar kartöflur af matseðlinum þar til ástandið lagast.

McDonalds í Japan flutti meira en þúsund tonn af kartöflum …
McDonalds í Japan flutti meira en þúsund tonn af kartöflum til landsins í desember til að hægt væri að bjóða upp á franskar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK