Windows 10 verður síðasta stýrikerfið

Windows 10
Windows 10 EPA

Microsoft kynnti í vikunni Windows 10, nýjustu og jafnframt síðustu útgáfu stýrikerfisins. Windows 10 tekur við af Windows 8.1 og er það meginástæðan fyrir því að Windows 9 var sleppt. 

Snæbjörn Ingólfsson, sérfræðingur um Microsoft hjá Nýherja, segir margar spennandi nýjungar að finna í Windows 10. Þar megi helst nefna leitarvélina Cortana, sem í raun forrit er sem skilur notandann og lærir inn á hegðun hans og áhugamál. Þá mun start-hnappurinn einnig snúa aftur, en margir söknuðu hans úr Windows 8. Hann hefur nú algjörlega verið endurhannaður og mun að sögn Snæbjarnar koma notendum þægilega á óvart. Þá bendir hann einnig á að samtenging milli annarra tækja eins og snjallsíma, spjaldtölvu og jafnvel XBox verði mun auðveldari því forrit og öpp munu nota sama grunn og virka þvert á tækin.

Windows 10 er væntanlegt síðar á árinu og verður uppfærslan úr eldri stýrikerfum, Windows 7, Windows 8 og Windows 8.1, ókeypis fyrsta árið. Beta útgáfa af stýrikerfinu er væntanleg strax í næstu viku og er hægt að skrá sig fyrir útgáfu á heimasíðu Windows.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK