Í samtali við New York Times segja forsvarsmenn Hershey's að fyrirtækið hafi einkarétt á framleiðslu á Cadbury súkkulaði í Bandaríkjunum og noti til þess aðra uppskrift. Innflutningurinn feli í sér brot á þeim rétti.

Í grein NYT er bent á munurinn á súkkulaðinu eftir upprunalandi þess sé mikill. Í fyrsta lagi sé hærra fitumagn í breska súkkulaðinu og er fyrsta skráða innihaldsefnið í breska Cadbury súkkulaðinu mjólk. Súkkulaðið mun því vera rjómakenndara á bragðið. Í því bandaríska er sykur hins vegar efst á lista auk þess sem hlutfall rotvarnarefna er hærra í því bandaríska. 

Bálreiðir Cadbury hafa efnt til mótmæla á samfélagsmiðlum undir kassamerkinu #boycotthershey.

„Heimurinn er í nógu slæmu ástandi,“ sagði Nicky Perry, breskur eigandi tebúðar á Manhattan, í samtali við NYT. „Og nú ætla þær líka að taka súkkulaðið okkar?“