Félag Kristins Þórs gjaldþrota

KÞG Holding ehf. fékk 1,15 milljarða króna mynkörfulán hjá Glitni …
KÞG Holding ehf. fékk 1,15 milljarða króna mynkörfulán hjá Glitni til kaupa á hlutabréfum í bankanum og til útgreiðslu arðs þegar skilyrði fyrir því skorti. Kristinn Ingvarsson

Félag Kristins Þórs Geirssonar, þáverandi framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis, var úrskurðað gjaldþrota hinn 7. janúar sl. Fjallað var um félagið, KÞG Holding ehf. í rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem vakin var athygli á að Glitnir hefði veitt félaginu lán til útgreiðslu arðs þrátt fyrir að vera í taprekstri.

Rekstrarlegt tap félagsins á árinu 2007 nam um 50 milljónum króna og var úthlutun arðsins því andstæð lögum um einkahlutafélög. 

Í maí 2008 veitti Glitnir lán til eignarhaldsfélaga fjórtán starfsmanna bankans, og eins stjórnarmanns, alls að upphæð 8,3 milljarða króna. Eitt þeirra félaga var KÞG Holding en bankinn veitti félaginu 1,15 milljarða króna myntkörfulán í maí 2008. Þar af var einum milljarði varið til kaupa á hlutabréfum í Glitni og 150 milljónum til að greiða út arð til hluthafa KÞG Holding ehf., þ.e. Kristins Þórs.

Lánin voru veitt gegn veðum í bréfum í Glitni og virði tryggingaþekju lánsins var um 85% í tilfelli KÞG Holding. Samtímis og lánin voru veitt leysti bankinn eina hluthafa félagsins undan sjálfskuldarábyrgð á lánum bankans. Eftir að Glitnir fór í þrot urðu hlutabréf í bankanum verðlaus en eftir stóðu lánin sem höfðu hækkað verulega vegna gengislækkunar.

Kristinn Þór var í febrúar á síðasta ári dæmdur í Hæstarétti til að tekjuskatt af fyrrgreindri arðgreiðslu með 25 prósent álagi þar sem honum hefði borið að færa greiðsluna sem laun vegna þess að skilyrði skorti til arðgreiðslunnar. Var þetta talinn stórfelldur annmarki á skattskilum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK