Bensínverð lækkaði um 11% í janúar

Verð á bensíni og olíu um 11% í janúar frá …
Verð á bensíni og olíu um 11% í janúar frá fyrri mánuði. mbl.is/Golli

Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 4,9% í janúar frá fyrri mánuði og verð á bensíni og olíu um 11%. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði hins vegar um 2,6% og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,3%.

Í janúar tóku gildi breytingar á skattkerfinu. Almenn vörugjöld og sykurskattur voru felld niður og efra þrep virðisaukaskatts var lækkað úr 25,5% í 24,0% en lægra þrepið hækkað úr 7% í 11%. Samkvæmt Hagstofu Íslands er ekki er unnt að meta áhrif þessara breytinga á sköttum sérstaklega, en bent er á að vísitala neysluverðs á fastskattagrunni lækkaði um 1,12% frá fyrra mánuði. Þar er virðisaukaskatti, áfengis- og tóbaksgjaldi, olíugjaldi og orkusköttum á rafmagn og heitt vatn haldið föstum miðað við desember 2014. Verðbreytingar vegna afnáms vörugjalda og sykurskatts er ekki hægt að aðgreina frá öðrum verðbreytingum við útreikning vísitölu neysluverðs.

3,6% verðhjöðnun

Vísitala neysluverð í janúar lækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði en 1,29% ef litið er til vísitölunnar án húsnæðis. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,8% og vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,9% sem jafngildir 3,6% verðhjöðnun á ári og 6,5% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK