Stýrivextirnir í mínus

Horft yfir Kaupmannahöfn.
Horft yfir Kaupmannahöfn.

Danski seðlabankinn lækkar stýrivexti í þriðja sinn á 10 dögum í viðleitni til að verja tenginguna við evruna. Lækkunin nú var 15 punktar niður í mínus 0,5% og hafa stýrivextir aldrei verið lægri samkvæmt Financial Times. Sumir hagfræðingar hafa áhyggjur af því að Danski seðlabankinn virki örvæntingafullur vegna aðgerða sinna.

Seðlabankinn hefur verið undir auknum þrýstingi vegna yfirvofandi magnbundinnar íhlutunar Seðlabanka Evrópu sem hefur gert Evruna veikari og laðað erlent fjármagnsflæði að dönsku krónunni. Hagfræðingar Citi og Nordea segjast hafa gert ráð fyrir því að áfram yrði mikil eftirspurn eftir krónunni.

„Við teljum að [Danski seðlabankinn] neyðist til þess að halda áfram að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og neyðist líklega til að lækka stýrivextina enn frekar inn á neikvæða svæðið,“ hefur Financial Times eftir Tinu Mortensen hjá Citi.

Lars Peter Lilleøre hjá Nordea tekur í sama streng og segir tenginguna verða varða af miklum ákafa. Christian Clausen, framkvæmdastjóri Nordea sagði þó í vikunni að hann teldi að Seðlabankanum myndi lukkast ætlunarverk sitt og að hann hefði ekki áhyggjur af framvindu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK